• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Íslenskum loðnuskipum greitt mun lægra verð en færeyskum Færeyskum skipum greitt hærra verð
13
Mar

Íslenskum loðnuskipum greitt mun lægra verð en færeyskum

Þó nokkurrar gremju gætir á meðal íslenskra sjómanna vegna þeirrar staðreyndar að vinnslufyrirtæki hafa verið að greiða erlendum skipum mun hærra verð fyrir landaða loðnu á yfirstandandi vertíð.

HB Grandi á og rekur fjögur uppsjávarskip og greiðir skipunum 7 krónur fyrir hvert kíló sem landað er af loðnu í bræðslu og 80-90 krónur fyrir loðnuhrogn allt eftir gæði hrognanna.

Fram hefur komið á heimasíðu færeyskra skipa að verið er að greiða þeim meðalverð frá 1.80 dönskum krónum upp í 2 krónur danskar fyrir pr. kíló af loðnu, sem gerir 25-28 krónur íslenskar eins og kemur fram hér.

Þetta er umtalsvert hærra verð en greitt hefur verið til íslensku skipanna. Meðalverðið hjá íslensku skipunum hefur verið frá 13 upp í 20 krónur á yfirstandandi vertíð.

Þann 6. mars sl. landaði færeyska skipið Finnur Fríði 1600 tonnum á Akranesi á meðalverðinu 1,80 danskar krónur sem gera 25 íslenskar krónur. Aflaverðmæti skipsins var því 40 milljónir ISK. Meðalverðið hjá íslensku skipunum í kringum 6. mars sl. var frá 15-17 ISK og því hefðu 1600 tonnin gert 25.600.000 ISK hjá þeim. Munurinn er heilar 14.400.000 krónur. Hásetinn á íslensku skipunum er með ca 15.000 kr.  fyrir milljónina og ef íslensku skipin væru að fá sama verð og þau færeysku væri hásetahluturinn á íslensku skipunum 210.000 krónum hærri fyrir 1600 tonna loðnufarm.

Það er með öllu óþolandi að útgerðir sem eru að selja afla í eigin vinnslu skuli geta greitt erlendum skipum mun hærra verð en sínum eigin. Þetta að sjálfsögðu bitnar fyrst og fremst á sjómönnunum sem verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa.

Þetta er eitthvað sem sjómenn eiga ekki að sætta sig við og er íslenskri útgerð til vansa.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image