• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Mar

Ávinningur kjarasamninga horfinn

Það er sorglegt að sjá að sá ávinningur sem náðist í nýgerðum kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði skuli vera allur horfinn og það á einugis einum mánuði.  Fall krónunar hefur gert það að verkum að nú blasir við umtalsverð hækkun verðbólgunnar eins og greiningardeildir bankanna hafa verðið að spá undanfarna daga.

Í nýgerðum kjarasamningum er endurskoðunarákvæði og eins og staðan er í dag er stórhætta á að kjarasamningum verði sagt upp í mars á næsta ári, ef ekki næst að koma böndum á þá skelfilegu þróun sem nú blasir við íslensku efnahagslífi.  Fall krónunnar hefur gert það að verkum að greiðslubyrði íslenskra launþega hefur stórhækkað á síðustu dögum og algjörlega ljóst allir verða að leggjast á eitt við að koma böndum á þá þróun sem nú er að eiga sér stað.

Í nýgerðum kjarasamningum var meginmarkmiðið að auka kaupmátt íslenskra launþega. Á þeirri forsendu voru gerðir skynsamir og hófstilltir kjarasamningar. Því er sorglegt að sjá þá þróun sem nú er að eiga sér stað, því eins og áður hefur komið fram er allur sá ávinningur fyrir bí.

Ríkisstjórnin verður að flýta aðgerðum getið er um í yfirlýsingu frá 17. febrúar, m.a. með því að láta hækkur persónuafsláttar taka gildi tafarlaust og koma með hækkun vaxta- og barnabóta. Einnig verður ríkisstjórnin að lækka álögur á eldsneyti á meðan þær gríðarlegu hækkanir á heimsmarkaði eru að eiga sér stað.

Nú eru kjarasamningar við ríki og sveitarfélög framundan og ljóst að sú þróun sem hefur átt sér stað í íslensku efnahagslífi að undanförnu mun ekki auðvelda þá samningsgerð. Grundvallaratriðið nú er að allir leggist á eitt við að koma böndum á það ástand sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi og er vonlaust að undanskilja neinn í þeim efnum. Því ef það ekki tekst mun fara mjög illa fyrir mörgum íslenskum heimilum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image