• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fyrsti kolmuninn kominn til bræðslu Ingunn Ak við löndun á Akranesi
23
Mar

Fyrsti kolmuninn kominn til bræðslu

Ingunn Ak kom í land á skírdag með 1400 tonn af kældum kolmunna en skipið tekur rétt rúm 2000 tonn. Þetta er fyrsti kolmunaaflinn sem landað er á þessu ári til bræðslu hér á Akranesi. Aflinn veiddist á Rockhallsvæðinu.

Að sögn skipverja var tíðarfarið á miðunum nokkuð gott, en hins vegar fengu þeir leiðinda verður síðasta sólahringinn á leið sinni til hafnar.

Ingunn mun halda til veiða strax eftir páska og væntanlega munu Lundey og Faxi gera það einnig en öll þessi skip eru í eigu HB Granda.

Það tók starfsmenn síldarbræðslunnar tvo sólarhringa að bræða þann afla sem Ingunn kom með. 

Væntanlega mun sá afli sem skipin veiða á Rockhallsvæðinu koma til bræðslu á Akranes þar sem mun styttra er til hafnar á Akranesi heldur en til Vopnafjarðar.

Flestir skipverjar á Ingunni tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image