• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Mar

Samninganefnd SGS fundaði hjá ríkissáttasemjara í gær

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands vegna kjarasamnings við ríkið kom saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær.

Farið var yfir kröfugerð SGS vegna komandi kjarasamnings en meginkrafan er stórhækkun launa ófaglærðs fólks hjá hinu opinbera.

Það er algerlega ljóst að ástandið í íslensku efnahagslífi þessa dagana mun alls ekki auðvelda gerð nýs samnings við ríkið, sérstaklega í ljósi þess að nú mælist verðbólgan 8,7%.

Ófaglærðir starfsmenn hjá ríkinu bera miklar væntingar til komandi kjarasamnings enda hafa þeir ekki notið þess mikla launaskriðs sem verið hefur á hinum almenna vinnumarkaði.

Með formanni á fundinum í gær voru þær Steinunn Guðjónsdóttir, Anna Signý Árnadóttir og Guðrún Guðbjartsdóttir, en þær eru allar starfsmenn Sjúkrahúss Akraness.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image