• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Feb

Fundað með atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar

Formaður félagsins var boðaður á fund hjá atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar í dag.  Atvinnumálanefndin vildi fá upplýsingar vegna þeirra uppsagna sem tilkynntar hafa verið hjá starfsmönnum HB Granda sem starfa í landvinnslu fyrirtækisins.

Formaður gerði atvinnumálanefndinni grein fyrir stöðunni og þeim ágreiningi sem uppi hefur verið varðandi hvort fyrirtækið hafi staðið rétt að uppsögnunum.  Eftir að VLFA og ASÍ gagnrýndu fyrirtækið harðlega fyrir að standa ekki rétt að áðurnefndum uppsögnum þá hefur orðið alger viðsnúningur hjá forsvarsmönnum HB Granda og hafa þeir til að mynda kynnt áform um hvernig þeir ætla að hjálpa því fólki sem sagt verður upp störfum. 

Fram kom í máli formanns að aðalmálið nú sé að koma því fólki sem missir atvinnuna hjá HB Granda til hjálpar.  Það liggur fyrir að forsvarsmenn HB Granda eru núna tilbúnir til að aðstoða starfsmenn sem missa vinnuna t.d. verður starfsmönnum veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns.  

Verkalýðsfélag Akraness hefur verið að kynna sér hvar hugsanlega séu laus störf handa þeim starfsmönnum sem missa vinnuna og er formaður félagsins þó nokkuð bjartsýnn að það geti skilað góðum árangri.  Sem dæmi þá liggur fyrir að eitt fyrirtæki hefur upplýst við formann að það þurfi að fjölga hjá sér um 10 til 12 starfsmenn í maí eða júní. 

Það kom fram á fundinum að atvinnuástand á Akranesi er feyki gott um þessar mundir og lítið atvinnuleysi.  En eins og áður sagði þá er aðalmálið núna að útvega því góða starfsfólki sem missir vinnuna hjá HB Granda vinnu eins fljótt og kostur er.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image