• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fyrsti samningurinn undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara Síldarbræðsla HB Granda á Akranesi
15
Feb

Fyrsti samningurinn undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara

Klukkan 9 í morgun var undirritaður sérkjarasamningur á milli VLFA og Samtaka atvinnulífsins vegna starfa í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi.

Þetta er væntanlega fyrsti samningurinn sem hefur verið undirritaður hjá ríkissáttasemjara í þessari samningslotu sem nú stendur yfir. Hækkanir á launaliðum samningsins eru með sama hætti og fyrirhugaður er á hinum almenna vinnumarkaði, þ.e.a.s. 18.000 kr. hækkun gildir frá 1. febrúar 2008, 13.500 kr. frá 1. mars 2009 og 6.500 kr. frá 1. mars 2010.

Einnig var samið um ýmis önnur sérmál sem lúta að verksmiðjunni.

Kosið verður um samninginn á morgun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image