• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Feb

Kjarasamningurinn kynntur fyrir starfsmönnum Fangs

Formaður félagsins fór í morgun og kynnti nýgerðan kjarasamning fyrir starfsmönnum Fangs, en það eru starfsmenn sem starfa í mötuneyti og við ræstingar hjá Íslenska járnblendifélaginu.

Fyrir gerð nýs kjarasamnings voru grunnlaun starfsmanna eftir 5 ára starf 166.748 kr. en verða eftir nýgerðan samning komin uppí 184.748 kr. sem er hækkun uppá 10.8%

Föst laun þ.e.a.s. vaktarálag, ferðapeningar og bónus hjá starfsmanni eftir 5 ára starf var fyrir nýgerðan kjarasamning 223.929 kr. en verða eftir samning 248.908 kr. sem er hækkun uppá 24.978 kr. á mánuði eða sem nemur 11% hækkun.  Þetta er hækkun sem gildir fyrsta ár samningsins.

Starfsmenn voru almennt mjög ánægðir með samninginn og telja þetta jákvætt skref í að bæta kjör þeirra sem eru með hvað lægstu launin. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image