• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Feb

Kynningar á samningnum standa nú á fullu yfir

Stjórn og trúnaðarráð fundaði í gærkvöldi og var þar farið yfir nýgerðan kjarasamning. Voru fundarmenn almennt sáttir við samninginn og þá sérstaklega þann þátt sem lýtur að hækkun lægstu launa. Samt sem áður hefðu stjórnarmenn viljað sjá meiri hækkanir.

Ákveðið var á fundinum að fyrirkomulag kosninga um samninginn verði með þeim hætti að opinn kjörfundur verður þar sem hægt verður að kjósa um samninginn á skrifstofu félagsins.

Formaður mun kynna samninginn hjá lifrarbræðslunni Jóni Þorsteinssyni á mánudaginn og mun starfsmönnum gefast kostur á að kjósa um samninginn að lokinni kynningu. Einnig verður kynning á þriðjudaginn í fyrirtækinu Smellinn en þó nokkur fjöldi starfsmanna þar er af erlendu bergi brotinn og verður pólskur túlkur því með í þeirri kynningu.

Síðan verður opinn félagsfundur á þriðjudagskvöld kl. 20:00 í sal HB Granda og þar mun félagsmönnum einnig gefast kostur á að kjósa um samninginn.

Hægt verður að kjósa um samninginn á skrifstofu félagsins frá 29. febrúar til 7 mars en þá verður kjörfundi lokið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image