• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Góður fundur haldinn í opinberu deildinni í gær Starfsmenn Sjúkrahúss Akraness
24
Jan

Góður fundur haldinn í opinberu deildinni í gær

Aðalfundir deilda félagsins standa nú yfir þessa dagana. Á mánudaginn hélt stóriðjudeildin sinn aðalfund og á þriðjudaginn var það Iðnsveinadeildin sem hélt sinn fund.  Báðir þessir fundir voru mjög góðir og voru fjölmörg mál til umræðu t.d. þær kjaraviðræður sem nú standa yfir.

Í gærkveldi hélt opinbera deildin sinn fund og var hann afar góður, en nánast allir þeir starfsmenn sjúkrahúss Akraness sem tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness mættu á fundinn.  Formaður vill að það komi skýrt fram að það er til algjörar fyrirmyndar hversu vel starfsmenn SHA mæta ávalt þegar boðað til til fundar hjá Verkalýðsfélagi Akraness og mættu aðrar deildir innan félagsins taka starfsmenn SHA sér til fyrirmyndar.

Á fundinum í gær voru fjölmörg mál til umræðu en hæst bar þó komandi kjarasamningar við ríkið, en núverandi kjarasamningur rennur út 31. mars nk.  Á fundinum var mótuð krafa félagsins vegna komandi samninga við ríkið og í kröfugerðinni kemur m.a fram að krafist verður stór-hækkunar á launatöxtum til handa starfsfólki sem starfar á heilbrigðisstofnunum.

Formaður gerði grein fyrir hinum ýmsu málum sem félagið er að vinna að þessa daganna t.d. samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna kjarasamnings á hinum almenn vinnumarkaði.  Einnig var fjallað um þau skelfilegu tíðindi er lúta að uppsögnum starfsmanna HB-Granda. Fram kom í máli formanns að reynt verður allt til að fá stjórnendur HB-Granda til breyta þessari ákvörðun sinni.  Það er skoðun stjórnar VLFA að hagsmunum fyrirtækisins í heild sinni sé betur borgið með því að hverfa frá þessum uppsögnum og leita annarra leiða til hagræðingar í rekstri fyrirtækisins og eru margar leiðir sem hægt væri að fara í þeim efnum. 

Eftir á að halda tvo aðalfundi í deildunum en það er hjá almennu deildinni sem verður á mánudaginn og að lokum er það matvæladeildin sem verður með sinn fund á þriðjudaginn.  Báðir fundirnir eru haldnir í fundarsal félagsins að Sunnubraut 13. og hefjast kl. 20:00.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image