• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Jan

Stjórn HB-Granda varð ekki við áskorun forseta Alþýðusambands Íslands

Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍHalldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍStarfsmenn landvinnslu HB Granda á Akranesi fengu seint í gærkveldi send heim til sín uppsagnarbréf. Hefur stjórn fyrirtækisins því hafnað þeirri beiðni Verkalýðsfélags Akraness, trúnaðarmanna, forseta ASÍ og miðstjórnar Alþýðusambands Íslands að fresta áðurnefndum uppsögnum á meðan það upplýsinga- og samráðsferli sem lög um hópuppsagnir kveða skýrt á um verði klárað.

Það verður að teljast ótrúleg framkoma og virðingarleysi af hálfu forsvarsmanna HB Granda að hunsa lög um hópuppsagnir með jafn skýrum hætti og nú hefur gerst.  Það liggur fyrir að málið mun enda fyrir dómstólum.  Rætt var við Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins í gær um málefni HB Granda.  Hægt að horfa með því að smella á HÉR

Alþýðusamband Íslands lítur þetta mál mjög alvarlegum augum sérstaklega í ljósi þess að upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við hópuppsagnir telst til mikilvægra lögbundinna réttinda launafólks.  Formaður hefur verið í sambandi við ASÍ í morgun og væntanlega mun sambandið sjá um að reka málið fyrir dómstólum fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image