• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Nov

Formaður í vinnustaðaheimsókn hjá HB Granda

Sá mikli niðurskurður á aflaheimildum í þorski hefur ekki bitnað á landvinnslunni hér á Akranesi, alla vega ekki enn sem komið.  er.  Formaður félagsins fer reglulega í vinnustaðaheimsókn í frystihúss HB Granda hér á Akranesi til að taka púlsinn á starfseminni.

Það hefur verið hægt að halda úti nánast fullri vinnslu síðustu vikur en megin uppstaða hráefnisins hefur verið ufsi og ýsa.  Aflaskipið Ebbi Ak 37 sem er á línuveiðum hefur landað ýsu til vinnslu til frystihússins og er hér um tilraunaverkefni að ræða.  Ef vel tekst til þá er hugsanlegt að fleiri smábátar landi ýsu til vinnslu í frystihúsið hér á Akranesi sem yrði gríðarlega mikið fagnaðarefni.  Til að hægt sé að vinna línu ýsuna þá má hún ekki vera undir 1,2kg að þyngd annars er nýtingin ekki nógu hagkvæm, best að hún sé í kringum 1,5kg.

Það yrði ánægjulegt ef hægt væri að nýta sem mest þann afla sem berst af smábátum til landvinnslunnar hér á Akranesi.

Formanni hefur ávalt fundist það grátlegt að horfa á eftir öllum þeim afla sem smábátar veiða seldan burtu úr byggðarlaginu til vinnslu annarstaðar á landinu, en hér getur verið um að ræða töluvert magn á ársgrundvelli

Það er því ánægjulegt að HB Grandi sé að gera tilraun með vinnslu á línuýsu sem veitt er af smábát sem gerður eru út héðan frá Akranesi.  

Það þarf ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess fyrir samfélagið hér á Akranesi að ekki verði samdráttur í landvinnslu HB Granda, enda hefur HB og nú HB Grandi hefur verið fjöregg okkar skagamanna í rúm hundrað ár og átt stóran þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem verið hefur hér á Akranesi á liðnum áratugum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image