• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Nov

Greiðslur úr sjúkrasjóði hafa stóraukist á milli ára

Eins og flestir félagsmenn vita þá hefur núverandi stjórn sjúkrasjóðs stóraukið réttindi félagsmanna í sjúkrasjóði félagsins. Samtals hefur 5 nýjum bótaflokkum verið bætt við síðan í maí í fyrra. Var það gert vegna góðrar afkomu sjóðsins á undanförnum árum og er einn liður í því að bæta réttindi okkar félagsmanna.

Greiðslur úr sjóðnum hafa aukist um 55,2% á milli áranna 2006-2007 en heildargreiðslur frá janúar til október 2006 voru 12.340.268 kr. en á sama tíma í ár námu greiðslur 19.164.002 kr.

Skýringarinnar á þessari aukningu má rekja til hækkunar á sjúkradagpeningum og þeirra 5 nýju styrkja sem teknir voru inn á síðasta aðalfundi. Síðast en ekki síst hefur verið unnið markvisst að því að kynna fyrir félagsmönnum þau réttindi sem þeir eiga á greiðslum úr sjóðnum.

Þó svo að greiðslur úr sjúkrasjóði hafi aukist um 55,2% þá stendur sjóðurinn mjög vel og er ein aðalástæða þess mikil fjölgun félagsmanna á undanförnum 3 árum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image