• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Nýir trúnaðarmenn kosnir hjá Smellinn Frá kynningarfundi með starfsmönnum Smellinn
09
Nov

Nýir trúnaðarmenn kosnir hjá Smellinn

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hélt formaður nýverið kynningarfund fyrir starfsmenn Smellinn. Á þeim fundi kom fram að enginn trúnaðarmaður var hjá fyrirtækinu eftir að sá sem áður hafði gegnt því starfi lét af störfum.

Því var ákveðið að ganga til kosninga um nýja trúnaðarmenn sem fyrst. Samkvæmt kjarasamningum er starfsmönnum heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 manns en tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn yfir 50. Sú er einmitt raunin hjá Smellinn og voru starfsmenn ekkert að tvínóna við hlutina og hafa nú þegar kosið sér nýja trúnaðarmenn.

Atkvæði voru talin hér á skrifstofu félagsins í gærdag og féllu þannig að flest atkvæði hlutu þeir Stefán Magnússon og Rafal Bohdan. Eru þessir nýju trúnaðarmenn starfsmanna Smellinn boðnir hjartanlega velkomnir til starfa.

Trúnaðarmenn eru fulltrúar stéttarfélaganna á vinnustöðum.  Hlutverk trúnaðarmanna á vinnustöðum er margþætt.  Hlutverk trúnaðarmanna er m.a. að vinna að bættum kjörum vinnufélaga sinna, jafnframt því sem þeir eru talsmenn atvinnuöryggis, félagslegs öryggis, skynsamlegra stjórnarhátta á vinnustöðum og eru samráðsaðilar vegna breytinga á vinnustöðum.

Þeir eiga að reyna að leysa úr fyrirspurnum félaga sinna og rannsaka umkvartanir þeirra ef þær varða félagslegan eða lagalegan rétt starfsmanna. Í framhaldi á því eiga þeir að krefjast lagfæringa ef kröfurnar reynast réttmætar og að sjálfsögðu aðstoða starfsmenn félagsins trúnaðarmennina þegar ágreiningur kemur upp á vinnustað.  En mjög gott samstarf hefur verið á milli trúnaðarmanna félagsins við starfsmenn félagsins í gegnum árin.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image