• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Nov

Verðum að sýna tennurnar í komandi samningum

Lágmarkslaunin í dag eru íslensku samfélgi til skammarLágmarkslaunin í dag eru íslensku samfélgi til skammarAðalsamninganefnd Starfsgreinasambands Íslands kom saman til fundar í gær til að leggja lokahönd á kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, en nú eru einungis fimm vikur þar til samningur rennur út.

Á fundinum í gær tókst samninganefndinni ekki að ganga endanlega frá kröfugerðinni og hefur næsti fundur hjá samningarnefndinni verið boðaður miðvikudaginn 21. nóvember. 

Aðalkrafan í komandi kjarasamningum er hvellskýr, það er að lagfæra lágmarkslaunin þannig að þau dugi til lágmarksframfærslu og séu ekki íslensku samfélagi til skammar. 

Flest aðildarfélög SGS hafa skilað inn kröfugerð þar sem fram kemur krafa um verulega hækkun á lágmarkslaunum.   Í kröfugerðum flestra félaganna kemur fram að lágmarkslaun skuli hækka úr 125 þúsundum uppí 170-180 þúsund á samningstímanum.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness mun ekki hvika frá þeirri kröfu að lágmarkslaun hækki úr 125 þúsund í 170 þúsund á samningstímanum sem yrði til tveggja ára.  Það er nánast útilokað fyrir samninganefnd SGS að fara fram með kröfu sem er undir 170 þúsundum króna lágmarkslaunum, einfaldlega vegna þess að flest aðildarfélög SGS eru búin að leggja fram sínar kröfur þar sem fram kemur að aðalkrafan sé að lágmarkslaun skuli hækka upp í 170-180 þúsund á samningstímanum.

Formaður VLFA gerir sér vel grein fyrir því að mjög erfitt verður að ná fram slíkri hækkun lágmarkslauna, ef slíkt á að ganga upp þarf að ríkja alger samstaða innan aðildarfélaga SGS.   Við forystumenn í SGS við getum ekki boðið okkar félagsmönnum uppá launataxta sem ekki duga fyrir lágmarksframfærslu og stór hluti þjóðarinnar hlær að. 

Þess vegna verðum við að sýna tennurnar í þessum samningum sem fram undan eru og hvika ekki frá því að lágmarkslaun hækki í það minnsta úr 125 í 170 þúsund í komandi samningum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image