• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Þrjú stéttarfélög ætla að standa saman að nýjum bræðslusamningi Eðvarð Árnason trúnaðarmaður síldarbræðslunnar á Akranesi
27
Nov

Þrjú stéttarfélög ætla að standa saman að nýjum bræðslusamningi

Verkalýðsfélag Akraness, AFL- Starfsgreinafélag og stéttarfélagið Drífandi frá Vestmannaeyjum hafa ákveðið að standa sameiginlega að gerð nýs sérkjarasamnings fyrir starfsmann sem starfa í fiskimjölsverksmiðjum.  Í dag er málum þannig háttað að hvert stéttarfélag er með sérkjarasamning fyrir þá félagsmenn sína sem starfa í fiskimjölsverksmiðjum og með þessari ákvörðun er verið að fækka þremur sérkjarasamningum í einn.

Áðurnefnd félög eru búin að móta endanlega kröfugerð fyrir komandi samning bræðslumanna og verður kröfugerðin lögð fram á morgun, en viðræður um kröfugerðina munu að öllum líkindum hefjast næsta föstudag.

Formaður félagsins bindur miklar vonir við samstarf þessara þriggja stéttarfélaga vegna nýs sérkjarasamnings og telur jafnframt að mun meiri slagkraftur sé í kjarasamningsgerðinni þar sem þrjú félög koma að, í staðinn fyrir að hvert félag sé að ganga frá samningi eitt og sér.

Formaður hefur fundað með starfsmönnum bræðslunnar undanfarna tvo daga og líst starfmönnum síldarbræðslunnar hér á Akranesi vel á kröfugerðina sem félögin hafa mótað í sameiningu.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image