• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Oct

Fundað með framkvæmdastjóra Norðuráls

David Kjos framkvæmdastjóri Norðuráls óskaði eftir að funda með þeim formönnum sem eiga aðild að kjarasmningi Norðuráls.

Það eru um þrír mánuðir frá því David tók við sem framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga en hann stýrir daglegum rekstri álversins, en David Kjos tók við starfinu af Nelson Dube sem gengt hafði starfinu tímabundið.

Framkvæmdastjórinn vildi með þessum fundi kynna sig fyrir formönnum stéttarfélaganna og fara yfir framtíðarsýn fyrirtækisins.  Fram kom hjá Dave að hann starfaði áður sem forstjóri hjá Cygnus, Inc, sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á íhlutum fyrir flugvélar.  Þar á undan starfaði hann fyrir The United Development Company þar sem hann stýrði m.a. uppbygginu álvers Í Quatar og varð síðar forstjóri þess til ársins 2005.  Frá 1983 til 2002 var Dave í stjórnunarstöðum hjá Kaiser Aluminum & Chemical Corporation, í efna-, ál- og alþjóðadeildum fyrirtækisins. 

Dave lærði efnaverkfræði við University of Idaho.  Hann er kvæntur og á tvo syni.

Fram kom hjá framkvæmdastjóranum að eigendur Norðuráls líða ekki að þeir verktakar sem eru að störfum fyrir Norðurál fari ekki eftir þeim leikreglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.  Var framkvæmdastjórinn að ræða hér um verktaka fyrirtækið Dapster sem var með pólska iðnaðarmenn í vinnu fyrir Norðurál en fór ekki eftir þeim lögum og reglum sem gilda hér á landi.  En eins og flestir muna rifti Norðurál samningi við áðurnefnt fyrirtæki vegna vanefnda á skráningu og öðru því tengdu.  Fram kom í máli framkvæmdastjórans að Norðurál vilji fækka verktökum eins og kostur er og ráða starfsmenn frekar í beina ráðningu.

Einnig kom fram hjá framkvæmdastjóranum að hlutfall kvenna í starfi hjá Norðuráli sé í kringum 21% og hlutfall erlendra starfsmanna sé um 9%.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image