• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Oct

Formaður VLFA kjörinn sem varamaður í miðstjórn ASÍ

Sjöunda ársfundi Alþýðusambands Íslands lauk í gær.  Ársfundurinn var nokkuð góður og ríkti mikil samstaða  um að lagfæra þyrfti kjör þeirra sem eru með hvað lægstu launin í komandi kjarasamningum.  Einnig var samþykkt ályktun þar sem krafist var að ríkisvaldið bæti stöðu þeirra sem eru hvað verst settir í okkar þjóðfélagi, slíkt væri hægt að gera með margvíslegum hætti t.d. með því að beina fyrirhugðum skattalækkunum að þeim tekjulægstu.

Á ársfundinum var kosið í miðstjórn Alþýðusambandsins bæði aðalmenn sem og varamenn.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness var kosinn sem varamaður í miðstjórn ASÍ. 

Það er gríðarlega jákvætt að sjá hversu víðtæk sátt er innan verkalýðshreyfingarinnar um að lögð verði sérstök áhersla á að hækka laun þeirra sem eru með hvað lægstu tekjurnar.  Formaður félagsins hefur sagt að það sé íslensku samfélagi til skammar að lágmarkslaun séu einungis 125.000 krónur á mánuði og við forystumenn í SGS getum á engan hátt skotið okkur undan þeirri ábyrgð hversu lág lágmarkslaunin eru.

Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt fram metnaðarfulla kröfugerð og í þeirri kröfugerð kemur fram að VLFA vill að lágmarkslaun hækki úr 125.000 kr. í 170.000 kr. á samningstímanum, en samið verði til tveggja ára.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image