• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Mikil samstaða og einhugur á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands Bryndís Guðjónsdóttir varaformaður Verkalýðsfélags Akraness
25
Oct

Mikil samstaða og einhugur á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands var haldinn í gær og ríkti gríðarlegur einhugur og samstaða á fundinum vegna komandi kjarasamninga. 

Á fundinum var farið yfir þær kröfur sem aðildarfélög SGS hafa lagt fram vegna komandi kjarasamninga.  Það var mjög jákvætt hversu mikill samhljómur var í kröfum stéttarfélaganna.  Öll félögin innan SGS leggja ofuráherslu á að stórbæta kjör þeirra sem lægstu hafa launin, og horfa félögin þá til stórhækkunar lágmarkslauna í þeim efnum.

Eins og áður sagði þá ríkti mikill einhugur og samstaða á fundinum og ljóst að formenn SGS vonast til að verulegur árangur náist í að lagfæra kjör þeirra lægst launuðu og þeirra sem ekki hafa notið þess launaskriðs sem verið hefur á undaförnum árum.

Kosin var tíu manna viðræðunefnd við Samtök atvinnulífsins og mun hún á næstu dögum og vikum móta endanlega kröfugerð fyrir Starfsgreinasambandið.  Fyrirhugað er að viðræðunefnd SGS skili inn fullmótaðri kröfugerð til Samtaka atvinnulífsins eigi síðar 15. nóvember.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness var kosinn í áðurnefnda viðræðunefnd.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image