• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kynningarfundur hjá Smellinn haldinn í dag Hluti starfsmanna Smellinn á fundinum í dag
29
Oct

Kynningarfundur hjá Smellinn haldinn í dag

Í dag hélt formaður félagsins kynningarfund um réttindi og skyldur fyrir starfsmenn Smellinn. Hjá Smellinn starfa um 90 manns og er 50% þeirra af erlendu bergi brotinn. Flestir eru frá Póllandi og Litháen og þess vegna var fenginn pólskur túlkur frá Alþjóðahúsi til að vera með á fundinum.

Fundurinn var haldinn í náinni samvinnu við starfsmannastjóra Smellins.  Á fundinum fór formaður yfir hin ýmsu réttindamál og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.

Einnig fræddi formaður innlenda sem erlenda félagsmenn um þá þjónustu og réttindi sem þeim bjóðast hjá Verkalýðsfélagi Akraness. Einnig fór formaður yfir mikilvægi þess að hafa trúnaðarmann á vinnustaðnum en nýverið lét trúnaðarmaður félagsins af störfum hjá Smellinn og var ákveðið á fundinum að kjósa nýja trúnaðarmenn sem fyrst. Mæltist formaður til þess að annar trúnaðarmaðurinn yrði af erlendu bergi brotinn í ljósi þess mikla fjölda erlendra starfsmanna sem starfar hjá fyrirtækinu.

Formaður sagði að alltof mörg fyrirtæki væru að misnota erlenda starfsmenn sem hingað kæmu til starfa og upplýsti formaðurinn að VLFA hefði innheimt um 6 milljónir vegna félagslegra undirboða á erlendum félagsmönnum.  Formaðurinn hvatti erlendu starfsmennina til að láta félagið vita ef þeir vissu til þess að verið væri að brjóta á samlöndum þeirra í starfi.

Formaður er afar ánægður með þá stefnu sem Smellinn hefur haft á undanförnum árum en þeir leggja mikla áherslu á að vera í góðu samstarfi við stéttarfélagið og vilja í hvívetna fara eftir þeim leikreglum sem í gildi eru á íslenskum vinnumarkaði.

Það er alveg óhægt að fullyrða að fundurinn í dag heppnðist mjög vel í alla staði.  Mörg fyrirtæki hér á landi mættu taka starfsmannastefnu Smellinn sér til fyrirmyndar því það er afar jákvætt  þegar fyrirtæki óska eftir því við stéttarfélagið að það upplýsi starfsmenn um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði og það í vinnutíma.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image