• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Meginmarkmið SGS, vegna kjarasamningsviðræðna við SA Frá félagsfundi þar sem kröfugerð VLFA var mótuð
30
Oct

Meginmarkmið SGS, vegna kjarasamningsviðræðna við SA

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands kynntu fulltrúum Samtaka atvinnulífsins meginmarkmið SGS vegna komandi kjarasamninga.

Helstu markmið SGS í komandi kjarasamningum eru eftirfarandi:  Tryggð verði kaupmáttaraukning og efnahagslegur stöðugleiki, stór- hækkun lægstu launa og launaþróunartrygging.

 

Stórbæta verður kjör þeirra sem lægst hafa launin og að kaupmáttur þeirra, sem setið hafa eftir í launaþróuninni, hækki umtalsvert meira en annarra. Samið verði um að taxtar verði færðir nær greiddu kaupi og öryggisnetið þar með gert tryggara. Starfsgreinasambandið vill að samið verði til tveggja ára um almennar launahækkanir sem tryggi verkafólki kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu.

Bæta  þarf veikinda-, slysa- og örorkuréttindi. Vísað er til ályktunar þings Starfsgreinasambandsins því sambandi, sem fagnaði hugmyndum um ,,nýtt kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði” sem jákvæðu og mikilvægu framlagi til jöfnunar á veikindarétti félagsmanna aðildarfélaga sambandsins og einu mikilvægasta framfaraspori í þessum efnum um langt skeið. Jöfnun lífeyrisréttinda og aukin tryggingavernd hafa um árabil verið og eru enn markmið á vettvangi kjaramála sambandsins.

 

Önnur markið Starfsgreinasambandsins eru aukin framlög atvinnurekenda í fræðslusjóði. Aukin vernd  launafólks við uppsagnir og að kynbundnum launamun verði eytt.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image