• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði samfélagslegt mein Frá vinnustaðaheimsókn formanns Verkalýðsfélags Akraness hjá Norðuráli
16
Sep

Félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði samfélagslegt mein

Norðurál hefur rift samningi við pólska verktakafyrirtækið Dabster eftir að Verkalýðsfélag Akraness og Félag-iðn og tæknigreina bentu forsvarsmönnum Norðuráls á að starfsmennn Dabster væru ekki með tilskilin leyfi til að starfa hér á landi eins og lög kveða skýrt á um. 

Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls sagði í viðtali við RUV í gærkveldi að um klárt lögbrot hafi verið að ræða. Mennirnir höfðu hvorki kennitölur, dvalarleyfi né önnur tilskilin leyfi til að starfa hér á landi.

Í september á síðasta ári gerði Norðurál samning við pólska verktakafyrirtækið Dabster. Alls var um fimm stöðugildi að ræða. Stöðurnar urðu þó tólf þegar mest var. Pólsku verkamennirnir sem komu hingað til lands til að manna þessar stöður störfuðu hér ólöglega í þrjá mánuði í senn, fóru þá úr landi og komu aftur til baka eða aðrir menn voru sendir í þeirra stað. Samningur Norðuráls við Dabster hefur gilt í ár. Því má gera ráð fyrir að um tuttugu til þrjátíu ólöglegir starfsmenn hafi komið til landsins og starfað á vegum Dabster fyrir Norðurál.

Það er ljóst að opinber gjöld vegna starfsmannanna ekki hafa verið greidd hér á landi. Slíkt skekkir alla samkeppnisstöðu gagnvart heiðarlegum fyrirtækjum og gjaldfellir kjör íslenskra launþega. Sterkar grunsemdir eru um að skort hafi á launagreiðslur til pólsku starfsmannanna.  Formanni félagsins er kunnugt um að Félag-iðn og tæknigreina er að kalla eftir gögnum til að ganga úr skuggum hvort brotið hafi verið á réttindum pólsku starfsmannana.  Einnig eru grunsemdir um að pólsku starfsmenirnir hafi ekki haft réttindi til að starfa hér á landi sem rafsuðumenn.

Það liggur fyrir að stéttafélögin sem eiga aðild að kjarasamningunum á Grundartangasvæðinu líða ekki lögbrot og félagsleg undirboð eins og í þessu tilviki.

Formaður félagsins fagnar þeirri ábyrgð sem Norðurál sýndi með því að rifta samningnum við Dabster. Félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði er samfélagslegt mein sem allir verði að taka höndum saman um að útrýma og lætur Verkalýðsfélag Akraness ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. 

Hægt er að horfa á frétt um málið á RÚV með því að smella á Debster.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image