• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Sep

Formaður fundaði með bæjarráði í gær

Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá átti formaður félagsins fund með bæjarráði síðdegis í gærdag. Tilefni fundarins var m.a. sá launamunur sem ríkt hefur á milli leiðbeinenda á leikskólum bæjarins eftir félagsaðild. Bæjarráð samþykkti erindi Verkalýðsfélags Akraness og mun 4% álag sem þeir félagsmenn STAK sem störfuðu sem leiðbeinendur höfðu einnig gilda fyrir félagsmenn VLFA í sömu störfum.

Formaður félagsins fagnar þessari ákvörðun bæjarráðs og telur hann bæjarráð hafa sýnt það í verki oftar en einu sinni að þeim er umhugað um þá starfsmenn bæjarins sem eru með hvað lægstu tekjurnar og sýnir þessi samþykkt það einnig.  Vissulega má alltaf gera betur þegar kemur að kjörum þeirrra sem lægstu hafa launin.

Formaður ræddi einnig við bæjarráð um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin er lýtur að málefnum HB-Granda á Akranesi eftir að fyrirtækið ákvað að hætta við að flytja alla sína landsvinnslu upp á Akranes eins og þeir höfðu áður tilkynnt. Formaður óskaði eftir því við bæjarráð að Akraneskaupstaður fundaði með forsvarsmönnum HB-Granda, Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar þar sem reynt yrði að finna farsæla lausn á þessu máli, einfaldlega vegna þess að hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða fyrir samfélagið hér á Akranesi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image