• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Sep

Fundur um átak gegn brotastarfsemi fyrirtækja og félaglegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið í ljósi þeirra atvika sem upp hafa komið á íslenskum vinnumarkaði er lúta að félagslegum undirboðum að Vinnumálastofnun standi fyrir sérstöku átaki í þeim efnum.

Því hefur Alþýðusamband Íslands boðað til kynningarfundar með fulltrúum allra aðildarfélaga ASÍ og landssambanda á morgun á Nordica-hóteli.

Fundurinn á morgun verður kynning á því hvernig staðið skuli að allsherjarátaki sem hafi að markmiði að fyrirtæki sem hafa útlendinga í starfi uppfylli lögbundna upplýsingaskyldu sína og að útlendingar sem starfa á íslenskum vinnumarkaði njóti þeirra kjara og réttinda sem þeim ber.

Verkalýðsfélag Akraness hefur margsinnis bent á það hversu mikilvægt það er að gerð verði allsherjarúttekt á fyrirtækjum sem eru með erlenda starfsmenn í sinni þjónustu með það að markmiði að koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Á þeirri forsendu fagnar VLFA þessu framtaki félagsmálaráðherra innilega og vonast til að það muni skila tilætluðum árangri.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image