• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Sep

Nýr upplýsingabæklingur fyrir erlenda starfsmenn kominn út

Formaður félagsins var í viðtali á Bylgjunni í fyrradag þar sem réttindi erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði voru til umræðu.

Í viðtalinu var m.a. rætt um könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að 50% af erlendu verkafólki sem hér starfar talar hvorki íslensku né ensku.

Fram kom hjá formanni að stéttarfélögin eru að standa sig nokkuð vel í því að koma á íslenskunámskeiðum fyrir erlenda starfsmenn og á Vesturlandi voru t.a.m. haldin níu íslenskunámskeið í fyrra á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og á annað hundrað erlendir verkamenn sóttu þau námskeið.  Einnig eru stéttarfélögin að styrkja þessi námskeið í gegnum starfsmenntasjóði stéttarfélaganna að verulegu leyti.  Visslega má alltaf gera betur í því að kenna erlendum starfsmönnum íslensku.  Hins vegar þurfa atvinnurekendur að gefa erlendum starfsmönnum tækifæri til að sækja íslenskunámskeið í vinnutíma því eftir 10 til 12 tíma vinnudag eru erlendu starfmennirnir einfaldlega úrvinda af þreytu og treysta sér jafnvel ekki til að sækja þau námskeið sem í boði eru.

Nú hefur Verkalýðshreyfingin í samvinnu við Samtök atvinnulífsins gefið út bækling á pólsku og ensku sem inniheldur útdrátt úr kjarasamningum þar sem fjallað er um helstu atriði samningsins, m.a. ráðningarsamninga, vekindarétt, orlof, launaseðla, dagvinnulaun og uppsagnafrest.  Þessi bæklingur mun klárlega hjálpa erlendu verkafólki að vera mun meðvitaðra um sín réttindi.  Hægt er að fá eintak af bæklingnum á skrifstofu félagsins.

Þann 3. október nk. mun Vinnumálastofnun hefja átak þar sem farið verður til þeirra fyrirtækja sem eru með erlenda starfsmenn í sinni þjónustu og kannað hvort skráningar erlendra starfsmanna þeirra séu í samræmi við lög og reglur hér á landi.  Þetta átak á einnig að beinast að þeim félagslegu undirboðum sem því miður eru alltof algeng um þessar mundir á íslenskum vinnumarkaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image