• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Sep

Viðhorfskönnun vegna komandi kjarasamninga

Starfsmenn Verkalýðsfélags Akraness hafa sent út til um 500 félagsmanna viðhorfskönnun vegna komandi kjarasamninga undir fyrirsögninni Blásið til sóknar!

Eins og flestir vita þá renna kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði út nú um áramótin og er undirbúningur fyrir kröfugerðina að hefjast að fullu.  Þessi viðhorfskönnun er einn liður í því að kanna hvaða atriði félagsmenn vilja leggja mesta áherslu á í komandi samningum.

Í þessari viðhorfskönnun eru nefnd 16 atriði og eiga félagsmenn að merkja við þau frá 1 og uppí 16 eftir mikilvægi þeirra atriða sem félagsmaður vill leggja áherslu á.

Eins og fjallað hefur verið um hér á heimasíðu félagsins þá er tími verkfólks kominn er lýtur að alvöru kauphækkun. Formaður hefur ritað um að hækka verði lágmarkslaun um allt að 40% í komandi kjarasamningum og er ánægjulegt að sjá að víðtæk sátt virðist vera að nást innan Starfsgreinasambands Íslands um að veruleg hækkun lágmarkslauna verði höfuðkrafan í komandi kjarasamningum. Með samstöðu alls verkafólks er æði margt að gera.

Það er mjög mikilvægt að félagsmenn svari könnunni til að hægt sé að sjá hvað félagsmenn vilja leggja mesta áherslu á í komandi kjarasamningum og einnig að sýna samstöðu í verki.

Skoða má könnunina með því að smella hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image