• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Aug

Umbætur í samskiptum við nýbúa á sjúkrahúsi Akraness

Það er óhægt að segja að þjónusta við erlenda félagsmenn hafi stóraukist á síðastliðnum þremur árum. Samkvæmt félagskrá VLFA eru um 300 erlendir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness þessa stundina og fer þeim ört fjölgandi.

Skrifstofa félagsins hefur aðgang að mjög öflugum túlki frá Póllandi, því að töluverður hluti af erlendum félagsmönnum talar hvorki íslensku né ensku.

Það er ekki bara Verkalýðsfélag Akraness sem finnur fyrir þessari miklu fjölgun sem orðið hefur á erlendu verkafólki hér á Akranesi á liðnum árum og nægir að nefna sjúkrahúsið hér á Akranesi í þeim efnum.

Umbætur í þágu nýbúa hefur verið sérstakt viðfangsefni vinnuhóps á SHA undanfarna mánuði.  Leitað hefur verið lausna til að bæta samskipti og auka öryggi í upplýsingamiðlun við erlenda sjúklinga sem í vaxandi mæli leita eftir þjónustu á SHA.

Stjórn Verkalýðsfélag Akeaness fagnar þessu viðfangsefni hjá SHA og munu þessar umbætur tryggja öryggi erlendra verkamanna hér á Akranesi enn frekar.

Það er engin vafi að þjónustan sem SHA er að veita okkur skagamönnum er ein sú besta sem þekkjast á landinu, enda er afar hæft starfsfólk sem starfar á sjúkrahúsi Akraness bæði læknar sem almennt starfsfólk.

Þessi frétt birtist inná heimasíðu SHA:

"Ástæða þess að hópurinn var skipaður er sú að undanfarin misseri hefur erlendum viðskiptavinum SHA fjölgað mjög.  Nánast daglega leita einhverjir erlendir einstaklingar sem tala mjög takmarkaða ensku á slysastofu, rannsóknarstofu, til myndgreiningar og á heilsugæslustöð. 

Einnig er nokkuð um að þeir komi í aðgerð á dagdeild og talsvert er um innlagnir á legudeildir spítalans, t.d. á fæðingadeild. 
Ekki er hægt að reiða sig á tjáskipti á ensku þar sem stór hluti þessa fólks hefur lítið vald á því tungumáli og lítið framboð hefur verið á leiðbeiningaefni fyrir íslenskar heilbrigðisstéttir að styðjast við.  Ákveðið var því að bregðast við og stuðla þannig að öruggari samskiptum starfsfólks við þessa einstaklinga, fyrirbyggja mistúlkun og misskilning og gera vinnu sem fer í móttöku, innritun og þjónustu við erlenda einstaklinga markvissari.


Fjölmennastir eru Pólverjar og var því ákveðið að byrja á að skoða atriði sem snúa að þeim.  Hægt verður í framhaldinu að nýta vinnu hópsins til að þýða á önnur tungumál ef þörf reynist, t.d.  fyrir Portúgali, Rússa og Litháa sem einnig búa og starfa hér í all miklum mæli.


Tekin var ákvörðun um að vinna skýra, einfalda og gagnreynda orðalista og eyðublöð sem innihalda bæði íslenska og pólska orðið hlið við hlið svo sjúklingur eigi tök á að krossa við já/nei.  Uppsetning orðalistanna er mismunandi eftir deildum þar sem þarfir eru breytilegar.  Þá var einnig unninn fræðslubæklingur fyrir dagdeild.


Þess er vænst að orðalistarnir geti orðið starfsfólki til verulegs stuðnings en  ljóst er að þessir orðalistar munu ekki leysa af hólmi nema að litlu leyti þörfina fyrir túlk. Vinnuhópurinn hefur jafnframt samið verklagsreglur um kaup á túlkaþjónustu fyrir sjúklinga sem leggjast inn á SHA eða koma á göngu- og dagdeild.  
 

 

r".

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image