• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Akranes verður aftur sá mikli fiskvinnslubær Bjart yfir fiskvinnslufólki á Akrnaesi
10
Aug

Akranes verður aftur sá mikli fiskvinnslubær

Oft hefur formaður félagsins fengið jákvæð símtöl á skrifstofu félagsins en sjaldan eins og þau sem hann fékk í morgun þegar Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda hafði samband til að tilkynna honum að öll landvinnsla fyrirtækisins yrði flutt hingað á Akranes og sameinuð í einu nýju fiskiðjuveri sem áformað er að reisa á Akranesi síðla árs 2009.

Formaður félagsins tjáði forstjóranum að stjórn VLFA fagnaði þessar ákvörðun innilega og ljóst að framtíð fiskvinnslufólks hér á Akranesi verður mjög trygg eftir þessa ákvörðun.  Með þessari ákvörðun HB Granda hefur allri óvissu fiskvinnslufólks hér á Akranesi verið endanlega eytt.

Það þarf ekki að tíunda að þessi ákvörðun HB Granda er afar ánægjuleg fyrir bæjarbúa svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Það er einnig óhætt að fullyrða að með þessari ákvörðun stjórnar HB Granda verði Akranes aftur sá mikli fiskvinnslubær sem hann var hér á árum áður.

Vissulega mun tíminn einn skera úr um það hversu mörg störf munu skapast við þessa ákvörðun HB Granda.  Í dag starfa um 120 manns við fiskvinnsluna hjá HB Granda í Reykjavík og um 70 starfa hér á Akranesi.

Formaður félagsins er því ekki í neinum vafa um að tugir nýrra starfa munu skapast við þessa ákvörðun stjórnenda HB Granda þegar nýtt fiskiðjuver verður tilbúið síðla árs 2009 og starfsemin komin í fullan gang.  Verður sérstaklega ánægjulegt að væntanlega munu störf fyrir kvenfólk stóraukast.

Ekki má síðan gleyma því að mörg afleidd störf munu einnig skapast við þennan flutning.

Nú er bara að vona að stjórn Faxaflóahafna geti orðið við þeirri ósk stjórnar HB Granda um að flýta framkvæmdum við landfyllingu og nýjan hafnargarð, og er formaður fullviss um að stjórn Faxaflóahafna mun verða við þeirri ósk.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image