• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Törn hjá starfsmönnum síldarbræðslunnar Ein fullkomnasta fiskimjölsverksmiðja á landinu
13
Aug

Törn hjá starfsmönnum síldarbræðslunnar

Töluverð törn er búin að vera hjá starfsmönnum síldarbræðslunnar að undanförnu og nú hafa starfsmenn bræðslunnar gengið vaktir  sleitulaust í heilan mánuð. 

Formaður félagsins fór og tók púlsinn á starfsmönnum í morgun og var nokkuð gott hljóð í starfsmönnum eftir þessa miklu törn.  En tekjur starfsmanna byggjast töluvert uppá vaktartörnum eins og þeirra sem nú er að ljúka.

Færeyska skipið Fannaberg landaði fyrir helgi um 1000 tonnum af kolmunna og í gær landaði Ingunn rúmum 600 tonnum og núna er Faxinn að landa rúmum 700 tonnum einnig af  Kolmunna.

Ekki verður landað meira af kolmunna til bræðslu hér á Akranesi á næstunni þar sem Ingunn Faxinn og Lundey hafa öll hætt kolmunnaveiðum, en þau eru nú öll að hefja síldveiðar við Jan Mayen.

Það þarf ekki að fara í grafgötur með það að Síldar-og fiskimjölsverksmiðja HB Granda hér á Akranesi er ein sú allra fullkomnasta á landinu og getur til að mynda framleitt hágæðamjöl.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image