• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Jul

Ábyrgð og laun sundlaugavarða

Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um þau skelfilegu slys sem nýverið hafa orðið í sundlaugum landsins og einnig þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera sundlaugavörður.

Í Morgunblaðinu á laugardaginn sl. var t.d. viðtal við Eyjólf Sæmundsson forstjóra Vinnueftirlitsins.  Í því viðtali segir Eyjólfur m.a. "Sundlaugavarsla er ekki íhlaupastarf sem hver sem er getur gengið í án þjálfunar"  Hann segir einnig: " Þetta er mjög ábyrgðarmikið starf eins og reynslan sýnir".

Formaður VLFA tekur undir hvert orð hjá forstjóra Vinnueftirlitsins í þessum efnum.  Það þarf ekkert að velkjast í neinum vafa um að ábyrgð sundlaugavarða er mikil.

En komum þá að tilgangi þessara skrifa.  Eru laun sundlaugavarða í anda þeirrar miklu ábyrgðar sem forstjóri Vinnueftirlitsins nefnir? Svarið er einfalt: NEI.  

Hjá sundlaugaverði eru grunnlaun hjá byrjanda 130.719 + 6000 kr. í mánaðarlegum eingreiðslum.  Á þessu sést að laun sundlaugavarða er til skammar sé tekið tillit til þeirrar miklu ábyrgðar sem fylgir starfi þeirra.

Það er alveg ljóst að þetta er eitt af því sem kippa þarf í liðinn í komandi kjarasamningum og hefur formaður VLFA t.d. átt samtal við þann aðila sem sér um starfsmat sveitarfélaga vegna þess mikla álags sem hvílt getur á starfsfólki sundlauga.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image