• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Jul

Góður fundur á Sauðárkróki

Nokkur aðildarfélög SGS á landsbyggðinni héldu óformlegan fund á Sauðárkróki í gær 6. júlí. Fundurinn var í framhaldi af fundi sem haldinn var á Egilsstöðum í byrjun júní sl. Eftirfarandi tilkynning var send úr í kjölfar fundarins:

Sauðárkróki 6. júlí 2007

Fullrúar 10 stéttarfélaga innan SGS komu saman á Sauðárkróki  í dag og ræddu framkomnar hugmyndir ASÍ/SA um breytingar á veikinda- slysa og örorkurétti sem og önnur sameiginleg hagsmunamál.

 

Fram kom að Starfsendurhæfing Austurlands verður stofnuð upp úr miðjum júlí að frumkvæði stéttarfélagsins þar. Aðrir formenn eru að vinna að svipuðum hugmyndum á sínum félagssvæðum.

Í því sambandi horfa menn til reynslu Starfsendurhæfingar Norðurlands.

Fundarmenn ákváðu að hittast aftur í lok sumars á Akranesi til að ræða framhald mála.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness sat fundinn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image