• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Nú er komið að verkafólki Nú er komið að verkfólki
18
Jul

Nú er komið að verkafólki

Það er óhætt að segja að töluvert annríki verði í starfsemi félagsins þegar líður á haustið en um áramótin eru þónokkrir kjarasamningar lausir.

Þeir kjarasamningar sem verða lausir nú um áramótin eru t.d. kjarasamningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sérkjarasamningur starfsmanna sem starfa í gjaldskýlinu við Hvalfjarðagöng og einnig sérkjarasamningur starfsmanna síldarbræðslu HB Granda hér á Akranesi.

það er alveg ljóst að þónokkur eftirvænting er hjá verkafólki á hinum almenna vinnumarkaði vegna komandi kjarasamninga.  Eftirvæntingin hjá verkafólki byggist á því að laun þeirra sem lægstu hafa tekjurnar verði í eitt skipti fyrir öll leiðrétt í næstu samningum.

Við í verkalýðshreyfingunni verðum að standa þétt saman í komandi kjarasamningum og lyfta lágmarkslaunum úr 125.000 í átt að þeim markaslaunum sem almennt er nú verið að greiða.  Samkvæmt könnum sem SGS lét gera í september 2006 eru meðal dagvinnulaun í kringum 176.000.

Til að það náist þarf eins og áður sagði víðtæka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar og ekki mun standa á Verkalýðsfélagi Akraness í þeim efnum, svo mikið er víst. 

Við sem erum í forystu stéttarfélaga getum ekki lengur horft uppá þá lágmarkstaxta sem nú eru í gildi, launataxtar sem ekki duga fyrir lágmarksframfærslu og eru verkalýðhreyfingunni til skammar.  Þess vegna segir formaður VLFA, nú er komið að því að verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði fái leiðréttingu á sínum lúsarlaunum.  Formaður VLFA vill að það komi skýrt fram að hann undirritaði ekki síðustu kjarasamninga sem gerðir voru 7. mars 2004 á þeirri forsendu hversu rýrir þeir voru. 

Ef verkalýðshreyfingin ætlar að lagfæra launakjör þeirra sem verst eru settir á hinum almenna vinnumarkaði þá verður hún að standa saman, öðruvísi verður það aldrei hægt.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image