• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kolmunna landað á Akranesi Frá stjórnstöð síldarbræðslunnar
20
Jul

Kolmunna landað á Akranesi

Tvö kolmunnaskip lönduðu hér á Akranesi í gær.  Þetta voru skipin Áskell frá Grenivík sem landaði um 700 tonnum og Lundey NS sem var með fullfermi eða nálagt 1.500 tonnum.

Formaður fór og hitti starfsmenn síldarbræðslunnar í morgun og voru þeir bara nokkuð kátir og töldu að búið yrði að bræða þennan afla á sunnudaginn kemur.  Þessi afli veiddist fyrir vestan land og því var styst að landa kolmunnanum hér á Akranesi.  Síðast var brætt í byrjun maí hér á Akranesi og því var þessi kolmunnaafli kærkominn fyrir starfsmenn bræðslunnar en stór hluti af tekjum starfsmanna koma þegar vaktir eru staðnar í verksmiðjunni.

Ingunn AK hélt til kolmunnaveiða í gær eftir að hafa verið í vélaviðgerð í um tvær vikur að sögn starfsmanna bræðslunnar og því verða í það minnsta þrjú kolmunnaskip á miðunum vestur af landi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image