• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jul

Vinnsla byrjuð aftur eftir sumarlokun hjá HB Granda

Vinnsla hófst aftur í morgun eftir sumarhlé í frystihúsi HB Granda.  Eins og undanfarin ár var frystihúsinu lokað frá 2. júlí til 23. júlí.

Formaður fór í morgun og tók púlsinn á nokkrum starfsmönnum sem voru að hefja störf eftir sumarleyfi.  Fram kom í máli starfsmanna að vinnslan væri ekki komin á fulla ferð enda væru þó nokkrir starfsmenn ennþá í sumarfríi og ugglaust yrði frekar rólegt fram yfir verslunarmannahelgi.

Í dag fara um 15 tonn í gegnum frystihúsið en þegar vinnslan verður komin á fullt skrið þá fara rúm 20 tonn á góðum degi.

Þorskur hefur verið uppstaðan í vinnslunni hér á Akranesi á undanförnum árum og því mun niðurskurður á aflaheimildum uppá 30%  væntanlega koma nokkuð hart niður á vinnslunni hér á Akranesi.

Samkvæmt upplýsingum sem formaður hefur aflað sér þá hafa forsvarsmenn HB Granda ekki ákveðið hvernig niðurskurði uppá 30% verður mætt.  En eðlilega mun allstaðar koma til einhvers samdráttar og sér í lagi þar sem vinnsla byggist að stórum hluta á þorski.

Nú er bara að vona að þessi niðurskurður komi eins mildilega niður á sjómönnum og fiskvinnslufólki og kostur er, þótt vissulega megi gera ráð fyrir umtalsverðum tekjumissi sökum þessa aflasamdráttar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image