• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Jul

Formaður fór í vinnustaðaheimsókn í gjaldskýlið við Hvalfjarðagöng

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna Spalar sem starfa í gjaldskýlinu við Hvalfjarðagöng.  En sérkjarasamningur starfsmanna rennur út nú um áramótin.

Undirbúningur að kröfugerð fyrir komandi sérkjarasamning starfsmanna  mun væntanlega hefjast von bráðar.

Það er alveg óhætt að segja að það geti verið afar krefjandi að vera starfsmaður í gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðagöng, enda hefur umferð um göngin stóraukist ár frá ári.  Sem dæmi er það alþekkt að starfsmenn skýlisins ná vart að standa upp alla vaktina  þegar umferðin er hvað mest að sumarlagi.

Starfsmenn gjaldskýlisins sjá ekki eingöngu um að innheimta veggjald af vegfarendum heldur gegna þeir afar stóru hlutverki hvað varðar að tryggja öryggi þeirra vegfarenda sem um göngin aka.

Fyrstu viðbrögð starfsmanna í gjaldskýlinu geta skipt sköpum þegar slys eða önnur óhöpp verða í göngunum, það hefur reynslan sýnt oftar en einu sinni á þeim 9 árum sem göngin hafa verið starfrækt.

Sem dæmi þá má nefna að það getur verið gríðarlega mikilvægt að starfsmenn gjaldskýlisins séu snöggir að loka göngunum þegar slys verður, til að forða en frekari slysum.

Það er einnig óhætt að fullyrða að í gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðagöng starfar úrvals fólk sem hefur ávalt hagsmuni og öryggi vegfarenda að leiðarljósi. Því miður kemur það þó fyrir að starfsmenn fá að heyra ljót fúkyrði frá reiðum vegfarendum sem láta gjaldtökuna bita á starfsmönnum.  Slík framkoma er til vansa, enda eru starfsmenn gjaldskýlisins eingöngu að sinna sínu starfi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image