• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Nóg að gera hjá starfsmönnum síldarbræðslunnar Ingunn með fullfermi
30
Jul

Nóg að gera hjá starfsmönnum síldarbræðslunnar

Það er óhætt að segja að það sé líf og fjör hjá starfsmönnum síldarbræðslunnar hér á Akranesi en töluvert magn af kolmunna hefur borist til bræðslu að undanförnu.

Á föstudaginn landaði Faxi RE 1.036 tonnum og í gær sunnudag lönduðu bæði Lundey og Ingunn Ak fullfermi.  Lundey var með 1.327 tonn og Ingunn var með 1.846 tonn.

Að sögn starfsmanna síldarbræðslunnar þá hefur verið nokkuð góð kolmunnaveiði að undanförnu og hefur sú veiði verið vestur af landinu en það eru um 20 tíma sigling á miðin frá Akranesi.

Það er mjög jákvætt fyrir starfsmennina að veiðin skuli vera fyrir vestan land vegna þess að þá er styst fyrir kolmunnaskipin að landa aflanum til bræðslu hér á Akranesi.  Síldarbræðslan hér á Akranesi er ein sú allra fullkomnasta á landinu.

Það skiptir starfsmenn gríðarlega miklu máli að fá þennan afla til bræðslu hér á Akranesi því tekjur starfsmanna byggjast að miklu leyti upp á því að staðnar séu vaktir verksmiðjunni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image