• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Jun

Í dag lagði Verkalýðsfélag Akraness fram kæru á hendur fyrirtækinu Formaco til lögreglunnar á Akranesi

Í dag lagði Verkalýðsfélag Akraness fram kæru á hendur fyrirtækinu Formaco til lögreglunnar á Akranesi fyrir að vera með erlenda starfsmenn án tilskilina leyfa t.d. dvalarleyfi og kennitölur.

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hefur umrætt fyrirtæki verið að reisa stórt og mikið iðnaðarhúsnæði hér á Akranesi á undanförnum mánuðum.  Formaður félagsins fór í hefðbundið eftirlit fyrir nokkrum vikum þar sem Formaco er að reisa áðurnefnt iðnaðarhúsnæði.  Í þeirri eftirlitsferð kom í ljós að litháískir starfsmenn Formaco voru hvorki með kennitölur né dvalarleyfi, þó svo að hluti þeirra væri búinn að starfa hér á annað ár.

Fyrirliggjandi eru gögn sem sýna að Formaco er með í það minnsta á annan tug Litháa og Pólverja og það án þess að þeir séu með kennitölur eða dvalaleyfi eins lögin kveða skýrt á um að þurfi að vera.  Það liggja einnig fyrir grunsemdir um að ekki hafi verið greitt útsvar til sveitarfélaga eða tekjuskatt til ríksins af Liháunum og er það klárlega brot á skattalögunum.  

Það er alveg klárt mál að það skekkir samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja þegar einstaka fyrirtæki eins og Formaco kemst upp með að greiða ekki þau opinberu gjöld af sínum starfsmönnum sem lög kveða skýrt á um að eigi að greiða.

Eins og áður sagði þá er Formaco að öllum líkindum með vel á annan tug erlendra starfsmanna án kennitalna og dvalarleyfis.  Samkvæmt upplýsingum sem VLFA hefur aflað sér þá hefur Formaco verið með erlenda starfsmenn að störfum á eftirtöldum stöðum á árinu 2007: Bílaás Akranesi, ITS Keflavík, Slökkvistöðin FjarðarbyggðÁhorfendastúkan Dalssmára Kópavogi, Íshella Hafnafirði og Tunguháls Reykjavík.

Formaður spyr sig: er það ásættanlegt að sveitarfélög semji við fyrirtæki sem ekki fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda á hinum íslenska vinnumarkaði?  Alla vega er það óeðlilegt að sveitarfélög og ríki semji við fyrirtæki sem ekki greiðir útsvar eða önnur opinber gjöld hér á landi.  Opinberir aðilar, þ.e.s ríki og sveitarfélög, eiga að sniðganga slík fyrirtæki því á einhvern hátt verðum við að halda uppi okkar velferðakerfi og það gerum við ekki ef fyrirtæki hunsa þær skyldur sínar að greiða til samfélagsins eins og þeim ber samkvæmt lögum.

Hægt er að lesa kæruna með því að smella á meira

Sýslumaðurinn Akranesi

Stillholti 16-18

Akranesi.                                             

 

 

                                                                                                            1. júní 2007.

                                                                                                             Boðsent.

 

 

Undirritaður formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, kemur hér með f.h. félagsins á framfæri við lögregluyfirvöld kæru á hendur einkahlutafélaginu Formaco og forráðamönnum þess.

 

Kærandi:

Vilhjálmur Birgisson , kt 050865-5339 f.h. Verkalýðsfélags Akraness, kt 680269-6889, Sunnubraut 13, Akranesi.

 

Kærðu:

            Formaco ehf., kt. 411097-2349, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík.

            Forráðamenn félagsins:

Ragnar Jóhannsson, kt. 230953-5629, Stararrima 65, 112 Reykjavík, framkvæmdastjóri.

Helga Margrét Jóhannsdóttir, kt. 121061-2879, Stararrima 65, 112 Reykjavík, formaður stjórnar.

  

Hinn kærði atburður:

 

Samkvæmt upplýsingum sem Verkalýðsfélag Akraness hefur aflað hafa eftirfarandi Litháar starfað hjá fyrirtækinu í a.m.k. tæpt ár og sumir jafnvel vel á annað ár. Tilgreind er erlend kennitala við hvert nafn.

 

            Vygantas Duda, 36101090750

            Stanislovas Slezevicius 37709161193

            Zilvinas Buzas 36695070488

            Vytautas Gedminas 38108200705

            Paulius Posiakinas 38303030783

            Giedrius Gulbinas 37505200690

            Raimundas Stirbinskis 37507151039

            Marius Smailys 38502020973

            Dalius Marasinskas 38104160928

            Aleksandr Sirmer

Valerij Sidorenko

Jurij Denbnoveckij

Viaceslav Vorobjov

     Pranas Salkauskas

  

Hefur hluti þeirra starfað við byggingu mannvirkja fyrir Bílás á nýju iðnaðarsvæði á Akranesi sem Formaco  ehf. er að vinna að sem verktaki.  Einnig sá Formaco um byggingu á nýju húsnæði Bílvers hér á Akranesi á síðasta ári.   Önnur verkefni sem Formaco ehf. hefur unnið við á þessu ári eru:

  

            Fyrir ITS í Keflavík.

            Fyrir Slökkvistöð Fjarðarbyggðar

            Við áhorfendastúku Dalssmára í Kópavogi.

            Fyrir Íshellu í Hafnarfirði

            Við byggingu að Tunguhálsi í Reykjavík.

  

Ofangreindir Litháar  voru ekki tilkynntir til yfirvalda í samræmi við lög og reglur og eru ekki komnir með íslenska kennitölu.  Einnig hefur ekki verið staðið skil á lögbundnum skattgreiðslum né gjöldum í samræmi við íslenska skatta- og vinnuréttarlöggjöf.

  

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum mun undirritaður fúslega veita þær. Jafnframt er kunnugt um að Vinnumálastofnunin hefur verið að vinna að því að upplýsa málið.

 

Virðingarfyllst,

 

_____________________________________

Vilhjálmur Birgisson, formaður

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image