• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjómenn til hamingju með daginn Krans til minningar um látna sjómenn
03
Jun

Sjómenn til hamingju með daginn

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness óskar sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.  Í dag tilheyra tæplega 200 sjómenn sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness og hefur þeim því miður farið nokkuð fækkandi vegna samdráttar í aflaheimildum hér á Akranesi á undanförnum árum.

Sem dæmi þá má nefna að horfið hafa um 1500 þoskígildistonn héðan frá Akranesi á undanförnum 10 árum sem gerir það eðlilega að verkum að sjómönnum hefur fækkað jafn og þétt. 

Það er öllum ljóst að það voru og eru íslenskir sjómenn sem hafa skapað þau góðu lífskilyrði sem við Íslendingar búum við, það er eitthvað sem við megum aldrei gleyma.

Við hátíðarmessu í morgun var Örn Helgason vélstjóri til margra ára á skipum Haraldar Böðvarssonar heiðraður fyrir sín góðu störf í þágu sjávarútvegs á liðnum áratugum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image