• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fiskveiðistjórnunarkerfið ekki að virka Laun sjómanna og fiskvinnslufólks munu hríðlækka ef tillögur Hafró verða að veruleika
06
Jun

Fiskveiðistjórnunarkerfið ekki að virka

Í ályktun Framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands  frá 23. maí s.l. var þess krafist  að unnið verði að markvissri stefnumörkun um atvinnuöryggi verkafólks í fiskvinnslu, þannig að geðþóttaákvarðanir kvótaeigenda geti ekki lagt lífsgrundvöll fjölda manns í rúst í einum vettvangi.

Ályktunin var gerð í tilefni af því að atvinnulífi Flateyringa og hagsmunum fiskvinnslufólks var þar ógnað. Við vorum minnt á, að við höfum í reynd enga tryggingu fyrir því að íslenskirkvótaeigendur landi ekki afla sínum annars staðar, jafnvel í útlöndum eins og þeim er heimilt. En sjaldan er ein báran stök. Nú blasir enn eitt vandamálið við fiskvinnslunni, sem eru tillögur Hafrannsókarstofnunar um allt að 30% niðurskurð á aflaheimildum. Það er ljóst að slíkur niðurskurður mun hafa víðtæk áhrif, einkum í sjávarbyggðunum.

Knýi nauðsyn fiskverndarsjónarmiða til niðurskurðar á afla, eins og vísindamenn leggja til, verður að tryggja, með öllum ráðum, að það bitni sem minnst á fiskvinnslu innanlands og það er hægt. SGS minnir á að verulegur aflahlutur er fluttur í gámum til vinnslu í útlöndum, - vinnslu sem vel er hægt að sinna hér heima!  Því ríður á að stilla saman strengi stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og aðila í sjávarútvegi og vinnslu til þess að koma í veg fyrir atvinnuhrun í sjávarplássunum. Stoppa þarf útflutning á gámafiski og leita leiða til þess að auka veðmæti þess afla sem enn er veiddur hér á landi, m.a. með fullvinnslu innanlands.

Það er skoðun formanns félagsins að það hafi sýnt sig að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er alls ekki að virka eins og til þess var ætlast þegar það var sett á.  Það nægir að skoða hvernig þróunin hefur orðið eftir að kvótakerfið var sett á 1984 en þá var heimilt að veiða um 230 þúsund tonn af þorski en nú hafa komið tillögur frá Hafró um að fiskveiðiheimildir verði einungis 130 þúsund tonn á komandi fiskveiðiári. 

Það sér það hver heilvita maður að umrætt kvótakerfi hefur ekki skilað því sem það átti að gera þ.e.s. byggja upp þorskstofninn.  Á þeim rúmum 20 árum sem kvótakerfið hefur verið við lýði þá hefur þorskkvótinn verðið skertur um tæp 100 þúsund tonn ef farið verður að nýjum tillögum Hafró. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image