• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Jun

Lögreglan og Vinnumálastofnun funduðu í dag um kæru VLFA á hendur Formaco

Lögreglan á Akranesi vinnur að rannsókn málsins af fullri einurðLögreglan á Akranesi vinnur að rannsókn málsins af fullri einurðFulltrúar frá Lögreglunni á Akranesi og Vinnumálastofnun funduðu í morgun vegna kæru Verkalýðsfélags Akraness á hendur fyrirtækinu Formaco.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá liggur fyrir að Formaco hefur haft á annan tug Litháa í vinnu á síðastliðnu eina og hálfa ári, í það minnsta.  Litháarnir eru hvorki með kennitölur né dvalarleyfi hér á landi og hefur Formaco ekki greitt opinber gjöld af mönnunum eins og lög kveða skýlaust á um að eigi að gera.

Lögin eru skýr bæði hvað varðar skattskyldu af erlendum starfsmönnum og einnig því sem lýtur að skráningu á erlendum starfsmönnum, þ.e.s til Vinnumálastofnunar, útlendingaeftirlitsins sem og til Þjóðskrár. 

Að mati formanns félagsins liggur fyrir að lög hafa verið brotin hvað varðar skráningar af umræddum starfsmönnum alla vega hvað varðar dvalarleyfi og kennitölur fyrir starfsmennina.  Það liggur líka fyrir að ekki hafa verið greidd opinber gjöld af Litháunum frá því þeir hófu störf hér á landi.

Formaður spyr sig: hvað gerist ef fyrirtæki hér á landi komast í auknum mæli upp með að ráða erlenda starfsmenn með það að markmiði að komast hjá því að greiða opinber gjöld.  Með þessu geta óprúttnir atvinnurekendur komist hjá því að greiða tugi prósenta í hinn ýmsu opinberu gjöld t.d tekjuskatt og mótframlag í lífeyrissjóð.

Hér er um að ræða gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir samfélagið allt.  Háttarlag þeirra sem þetta ástunda skekkir samkeppnisstöðu annarra fyrirtæka og einnig verður erfitt að halda úti velferðaþjónustu hér á landi ef fyrirtæki reyna að komast hjá því að greiða það sem þeim ber til samfélagsins.  Á þessu máli verður ríkisvaldið að taka af fullri hörku.  Formaður hefur vitneskju um að starfsmenn ríkisskattstjóra séu nú þegar farnir að skoða þetta mál.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image