• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Nokkur landsbyggðarfélög íhuga sterklega að mynda bandalag í komandi kjarasamningum Laga þarf kjör verkafólks til mikilla muna í komandi kjarasamningum
11
Jun

Nokkur landsbyggðarfélög íhuga sterklega að mynda bandalag í komandi kjarasamningum

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá funduðu nokkur sterk landsbyggðarfélög saman á föstudaginn sl.  Þau félög sem komu saman voru Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Húsavíkur, Afl-Starfsgreinafélag Austurlands, Aldan stéttarfélag og Drífandi Vestmannaeyjum.

Það sem helst var til umræðu voru fyrirhugaðar breytingar á veikinda- og slysarétti samhliða því að stofna nýjan áfallatryggingarsjóð. 

Formenn áðurnefndra félaga leggjast alfarið gegn þessum hugmyndum sem ASÍ og SA hafa verið að vinna að og lúta að breytingum á veikinda- og slysarétti sem og stofnun á nýjum áfallatryggingasjóði.

Einnig ræddu formenn áðurnefndra félaga komandi kjarasamninga og hvort félögin ættu að fara saman í komandi kjarasamninga í ljósi þeirrar staðreyndar að Flóbandlags félögin ætla að semja sér eins og þau hafa reyndar gert áður. 

Formaður VLFA telur að þessi landsbyggðarfélög eigi klárlega að mynda bandalag og fara sameinuð í næstu kjarasamninga.  Vissulega væri ánægjulegt ef fleiri landsbyggðarfélög myndu vilja koma með í þessa hugsanlegu vegferð vegna komandi samninga.  Formaður er hins vegar nokkuð bjartsýnn á að umrædd stéttarfélög fari sameinuð til næstu kjarasamningagerðar og telur einnig töluverðar líkur á að fleiri stéttarfélög taki þátt í nýju bandalagi ef af verður. 

Fundurinn á Egilsstöðum einkenndist af einstakri samstöðu og góðum baráttuhug fyrir komandi kjarasamninga og var t.d. ákveðið að funda aftur 6. júlí á Sauðarkróki og er allt eins líklegt að fleiri stéttarfélög innan SGS verði á þeim fundi en voru á Egilsstöðum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image