• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Jun

Ólyktin kemur ekki frá Laugafiski

Starfsmenn LaugafisksStarfsmenn LaugafisksHeilbrigðiseftirlit Vesturlands telur að þeir sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun gegn hausaþurrkun Laugafisks hafi haft fyrirtækið fyrir rangri sök.  Meint ólykt sem átti sér stað fyrir nokkrum vikum hafi átt rætur að rekja til bræðslu beina frá Fiskimjölsverksmiðju HB-Granda hér á Akranesi, en ekki frá Laugafiski.

Það fór svo sem ekkert á milli mála að það lagði töluverða ólykt yfir bæinn þegar fiskimjölsverksmiðjan var að bræða gömul bein og telur formaður félagsins að hér hafi einungis verið um mistök að ræða sem hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir.  Þau kalla þó alls ekki á að starfsleyfi verksmiðjunnar verði afturkallað.  Vissulega verður að gera þá kröfu til allra fyrirtækja að þau framfylgi þeim starfsleyfum sem þeim eru sett.

Það gleður formann félagsins mjög mikið að Laugafiskur hafi verið hreinsaður af þessu máli núna, einfaldlega vegna þess að formanni er fullkunnugt um allar þær ráðstafanir sem forsvarsmenn Laugafisks hafa lagt útí til að sporna við þessu hvimleiða vandamáli sem fylgir lyktarmengun.  Formanni er einnig kunnugt um að forsvarsmönnum Laugafisks hafi svo sannarlega orðið ágengt í þeirri baráttu og hefur þeim nánast tekist að koma í veg fyrir alla lyktarmengun. Því miður er það einu sinni þannig að þegar um fiskvinnslu er að ræða þá er aldrei hægt að útiloka alla lytarmengun frá slíkri starfsemi.

Formaður VLFA veit að starfsmönnum Laugafisks er létt við þessar fréttir því að mikið hefur mætt á fyrirtækinu á undanförnum árum og oft verið farið framá að starfsleyfi verksmiðjunnar verði endurskoðað eða jafnvel afturkallað.  Formaður VLFA vill einnig að það komi fram að Laugafiskur hefur verið til mikillar fyrirmyndar í einu og öllu er lýtur að starfsmönnum fyrirtækisins og nægir að nefna í því samhengi að stjórn fyrirtækisins borgaði starfsmönnum eingreiðslu uppá 125.000 vegna góðrar afkomu á síðasta ári.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image