• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundur um öryggismál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins
15
Jun

Fundur um öryggismál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Fundað verður um öryggismál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins á mánudaginn kemur. 

Þessi fundur er m.a. einn liður í því að fara yfir öryggismál starfsmanna með það að markmiði að auka öryggi starfsmanna enn frekar.  

Á fundinn munu mæta fyrir hönd starfsmanna formaður VLFA ásamt trúnaðartengiliðum.

Af hálfu fyrirtækisins munu mæta Ingimundur Birnir forstjóri og Þórður Magnússon framkvæmdastjóri framleiðslusviðs.  Einnig munu fulltrúar frá Vinnueftirlitinu sitja fundinn.

Eitt af þeim málum sem verða til umræðu á þessum fundi er nýr öryggisfatnaður sem tekinn var í nokkun ekki alls fyrir löngu.  Starfsmenn eru almennt mjög ósáttir við þennan nýja öryggisfatnað.  Telja þeir jafnvel að nýi hlífðarfatnaðurinn ógni öryggi þeirra vegna þess hversu slæptir starfsmennn verða við að vinna í honum, og það í hita sem getur farið upp í allt 60 gráður

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image