• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað um öryggismál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins Starfsmennn Íslenska járnblendifélagsins vinna við erfiðar aðstæður
19
Jun

Fundað um öryggismál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Í gær var haldinn fundur um öryggismál starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins.  Þeir sem sátu fundinn voru ásamt formanni, trúnaðartengiliðir starfsmanna, Ingimundur Birnir forstjóri, Anna Dóra starfsmannastjóri, Þórður Magnússon framkvæmdastjóri framleiðslusviðs og einnig var fulltrúi frá Vinnueftirlitinu.

Aðalumræðuefni fundarins var nýr öryggisfatnaður sem tekinn var í notkun í apríl.  Starfsmenn hafa ítrekað gert athugasemdir við þennan nýja fatnað þar sem þeim er nánast fyrirmunað að vinna í honum sökum mikils hita en hitinn getur á vissum stöðum í verksmiðjunni farið í allt að 60°C.  

Forsvarsmenn fyrirtækisins voru að vissu marki tilbúnir að hlusta á gagnrýnisraddir starfsmanna en voru hins vegar ekki tilbúnir að leggja þennan nýja öryggisfatnað til hliðar á meðan aðilar reyndu að finna annan fatnað sem hentaði starfsmönnum betur.

Það sem forsvarsmenn Íj voru tilbúnir að gera var að auka kælingu í kringum ofnana og hefur það þegar verið gert í kringum ofn 3. Það sama verður gert við ofn 1 og 2.  Einnig ætla þeir að bæta aðgengi starfsmanna að drykkjarföngum og einnig upplýstu þeir að nýjar öryggisbuxur komi til prófunar í júlí og  binda menn vonir um að þær verði hentugri en þessar sem fyrir eru.

Það er alveg ljóst að hér er um mjög mikilvægt mál að ræða fyrir starfsmenn því það getur ekki verið hollt að vinna kappklæddur í hita sem getur farið uppí 60 gráður.  Fram kom á fundinum í gær að einn starfsmaður hefur fallið í yfirlið við vinnu sína og er talið að það megi rekja til of mikils hita. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image