• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jun

Starfsmenn Efnalaugarinnar hafa fengið laun sín greidd

Eins og áður hefur komið fram hér á heimsíðunni þá varð fyrirtækið Efnalaugin Lísa gjaldþrota nú í vor.

Sjö starfsmenn áttu vangreidd laun inni hjá fyrirtækinu og námu þau tæpri einni milljón króna þegar fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta. 

Verkalýðsfélag Akraness hefur unnið að því ásamt lögmanni félagsins að ná vangreiddum launum til baka úr þrotabúinu en það tókst ekki þar sem ekki voru neinar eignir í búinu.  Á þeirri forsendu gerði VLFA kröfu á hendur Ábyrgðarsjóði launa og var sú krafa samþykkt af hálfu sjóðsins. 

Ábyrgðarsjóðurinn varð í gær við kröfu félagsins og hefur starfsfólkið nú fengið þau vangreiddu laun sem það átti inni hjá Efnalauginni.

Starfsfólkið er afar ánægt með þá þjónustu sem VLFA veitti þeim í þessu máli og mál sem þetta sýnir hversu mikilvægt það getur verið að vera félagsmaður í öflugu stéttarfélagi.    

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image