• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
1. maí á Akranesi 2007 - Treystum velferðina Frá 1. maí í fyrra
01
May

1. maí á Akranesi 2007 - Treystum velferðina

Stjórn Verkalýðsfélag Akraness hvetur félagsmenn sína til að taka þátt í dagskrá tengdri baráttudegi verkafólks.  Yfirskrift 1. maí í ár er Treystum velferðina.  Dagskráin hefst kl. 14.00 með hinni árlegu kröfugöngu undir dyggum hljóðfæraleik frá Skólahljómsveit Akraness.

Að göngunni lokinni verður haldið í sal Verkalýðsfélags Akraness að Kirkjubraut 40 þar sem hátíðar-og baráttufundur verður settur. Hátíðardagskráin er eftirfarandi:

 

  • Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness setur hátíðardagskrána
  • Kvennakórinn Ymur tekur nokkur lög undir stjórn Sigríðar Elliðadóttur
  • Hátíðarræðu flytur að þessu sinni Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
  • Grundartangakórinn tekur nokkur lög undir stjórn Atla Guðlaugssonar
  • Fjöldasöngur verður sunginn
  • Hátíðardagskránni mun Gísli S Einarsson stjórna eins og undanfarin ár
  • Að lokinni dagskrá verður boðið upp á kaffiveitingar sem eru í umsjón félaga í Lionsklúbbnum Eðnu

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image