• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Glæsileg útkoma félagsins úr könnun Capacent Gallup Frá stjórnarfundi VLFA
02
Apr

Glæsileg útkoma félagsins úr könnun Capacent Gallup

Í byrjun mars 2007 framkvæmdi Capacent Gallup könnun fyrir SGS um viðhorf félagsmanna til starfsemi aðildarfélaga SGS og hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi þeirra. Endanlegt úrtak var 1229 félagsmenn landsbyggðarfélaga SGS víðs vegar um landið. Fjöldi svarenda var 721 og var svarhlutfall 58,7%. 

Það er óhætt að segja að útkoma Verkalýðsfélags Akraness hafi verið glæsileg í þessari könnun Capacent Gallup.  Ein spurningin í könnuninni hljóðaði eftirfarandi:  

Á heildina litið finnst þér stéttarfélagið standa sig vel eða illa?  Svarmöguleikarnir voru Mjög vel, Frekar vel, Hvorki né, Frekar illa, Mjög illa

Einungis eitt stéttarfélag innan Starfsgreinasambands Íslands kom betur út úr þessari spurningu heldur en Verkalýðsfélag Akraness. Skipting á milli svarmöguleikanna hjá Verkalýðsfélagi Akraness var eftirfarandi:

Mjög vel 40,5%
Frekar vel 45,2%
Hvorki né 9,5%
Frekar illa 2,2%
Mjög illa 2,2%

Á þessu sést að 85,7% félagsmanna sem tóku þátt í könnuninni eru ánægðir með starfsemi Verkalýðsfélags Akraness.  Eins og áður sagði er það næstbesti árangurinn innan SGS en 20 stéttarfélög innan SGS tóku þátt í könnuninni. 

Hægt er að skoða samantekt þeirra sem eru ánægðir með starfsemi félaganna hjá öllum félögum innan SGS með því að smella á meira.

 

1. Verkalýðsfélag Húsavíkur 96%
2. Verkalýðsfélag Akraness 85,7%
3. Stéttarfélag Vesturlands 82,7%
4. Samstaða Blöndós 80,7%
5. Eining-Iðja Akureyri 74,7%
6. Aldan Sauðárkrókur 73,7%
7. Vlf-og sjómannaf Bolungavíkur 72,3%
8. Verkalýðsfélagið Báran Selfossi 70,9%
9. Afl-Starfsgreinafélag Austurlands 70,7%
10. Vaka Siglufirði 70%
11. Efling- stéttarfélag Reykjavík 69,8%
12. Verkalýðsfélag Vestfirðinga 66%
13.-14. Verkalýðsfélag Suðurlands 62,5%
13.-14. Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar 62,5%
15. Hlíf, Hafnarfirði 56,4%
16. Verkalýðsfélagið Þorlákshöfn 55%
17. Vökull stéttarfélag, Hornafirði 54,8%
18. Drífandi, Vestmannaeyjum 50%
19. Verkalýðs- og sjómannaf. Keflav. 47,4%
20. Verkalýðsfélag Grindavíkur 33%
     

Eins og sést á þessu er niðurstaðan afar hagstæð fyrir Verkalýðsfélag Akraness og sýnir að stjórn félagsins er á réttri leið. Þessi árangur hefði ekki náðst nema með samstilltri stjórn og góðum starfsmönnum og er mikil hvatning um að gera ennþá betur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image