• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað með Michael Tanchuk forstjóra Norðuráls Eiríkur Kristóferson starfsmaður Norðuráls
03
Apr

Fundað með Michael Tanchuk forstjóra Norðuráls

Í morgun hélt Michael Tanchuk forstjóri Norðuráls ásamt Rakel Heiðmarsdóttur starfsmannastjóra fyrirtækisins kynningu á hinum ýmsu málefnum er lúta að starfsemi fyrirtækisins fyrir formönnum þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls.

Fram kom í máli Michael Tanchuk forstjóra að hann leggur gríðarlega mikla áherslu á öryggismál fyrirtækisins með hagsmuni starfsmanna að leiðarljósi.  Kynnti hann fyrir formönnum félaganna hinar ýmsu leiðir og hugmyndir í því að bæta öryggismál fyrirtækisins og sagði að öryggismál starfsmanna Norðuráls væru forgangsmál hjá sér.

Formaður félagsins fagnar þessum áformum hjá forstjóra Norðuráls og telur að hægt sé að bæta öryggismál starfsmanna töluvert.  Það er afar mikilvægt að allir leggist á eitt um bæta öryggismál fyrirtækisins þar sem slysatíðni á síðasta ári var því miður alltof há. Reyndar er eitt slys einu of mikið.  Það fór hins vegar ekki á milli mála að það er einlægur vilji forstjórans að bæta öryggismál fyrirtækisins með það að markmiði að útrýma slysum í verksmiðjunni.

Einnig var rætt um fyrirhuguð fíkniefnapróf sem til stendur að taka á starfsmönnum fyrirtækisins.  Afstaða félagsins til þess máls er hvellskýr. Ef lögfræðideild ASÍ og Persónuvernd skrifa uppá að slík fíkniefnapróf stangist ekki á við lög og reglugerðir þá sér félagið enga meinbugi á slíkri lyfjaskimun. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image