• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Apr

Starfsmenn Akraneskaupstaðar eiga von á fimm miljóna króna glaðningi frá bæjarráði!

Bæjarráð Akraneskaupstaðar ákvað á fundi sínum 30. mars sl. að nýta sér ekki lengur heimild til að draga persónuálag starfsmanna bæjarins frá þeim eingreiðslum sem Launanefnd sveitarfélaga samþykkti að greiddar yrðu frá 28. janúar 2006.  Umræddar persónuálögur hafa allir þeir starfsmenn sem voru í starfi hjá Akraneskaupstað fyrir undirritun síðasta kjarasamnings.

Það er alveg ljóst að þessi ákvörðun bæjarráðs hefur mjög jákvæð áhrif á launakjör þeirra starfsmanna sem eiga hlut að máli.

Bæjarráð samþykkti einnig að þessi ákvörðun skildi verða afturvirk eða nánar tiltekið frá 28. janúar 2006.   Það mun þýða að Akraneskaupstaður mun endurgreiða í heildina tæplega fimm milljónir króna til starfsmanna Akraneskaupstaðar.  Hefur formaður heimildir fyrir því að einstaka starfsmenn muni fá endurgreiðslu sem numið getur tugum þúsunda. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness getur ekki annað fagnað þessari ákvörðun bæjarráðs.  Einfaldlega vegna þess að það er ætíð ánægjulegt þegar kjarabætur koma óvænt til launþega og það á miðju samningstímabili.  

Það er sérstaklega ánægjulegt að þessi ákvörðun mun hafa mjög jákvæð áhrif á þá starfsmenn bæjarins sem eru með hvað lægstu launin. 

Rétt er að minna á að bæjarráð samþykkti ekki alls fyrir löngu að greiða þeim sem taka laun eftir launaflokkum 115, 116 og 117 eingreiðslur frá 5000 kr á mánuði uppí 6000 kr. og eru þær eingreiðslur umfram samþykktir Launanefndar sveitafélaga frá 28. janúar 2006.

Það ber að fagna þeirri stefnu sem bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur tekið hvað varðar hækkanir til þeirra sem lægstu hafa tekjurnar, þó vissulega megi alltaf gera enn betur í þeim efnum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image