• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Breytingar fyrirhugðar á bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins Ofngæslumenn á fundi á skrifstofu félagsins
06
Apr

Breytingar fyrirhugðar á bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Formaður félagsins ásamt aðaltrúnaðarmanni Íslenska járnblendifélagsins funduðu með forstjóra ÍJ og mannauðsstjóra fyrirtækisins.  Tilefni fundarins var að fara yfir tillögur sem Verkalýðsfélag Akraness hafði lagt fram sem lutu að breytingum á bónuskerfi fyrirtækisins.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa þættir í núverandi bónuskerfi ekki verið að virka eins og samningsaðilar væntust til.  Þess vegna lagði félagið fram tillögur um breytingar á bónuskerfinu með hagsmuni starfsmanna að leiðarljósi.

Samningsaðilar voru sammála um að D liður bónuskerfisins yrði skipt út fyrir nýjan þátt að undangengu samþykki trúnaðartengiliða.  D liður bónussins lítur að hittni í málmhreinsun en sá liður bónussins hefur einungis gefið 0,25% en sá þáttur getur gefið allt að 1,5%.

Eins og áður sagði þá stendur til að taka þann D liðinn út og taka nýjan þátt inn er lítur að fjarvistaslysum, nánar tiltekið H1 og H2 tölur.  Formaður félagsins er ekki í nokkrum vafa um að þessi breyting er til umtalsverða bóta fyrir starfsmenn.  Formaður mun funda með trúnaðartengiliðum strax eftir páska og kynna þessar hugmyndir fyrir þeim, ef trúnaðartengiliðir eru sammála þessari breytingu mun hún taka gildi frá og með 1. apríl 2007.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image