• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Mikið annríki framundan í starfsemi félagsins Ólafur Darri hagfræðingur ASÍ á 1. maí 2005
09
Apr

Mikið annríki framundan í starfsemi félagsins

Mikið annríki er framundan í starfsemi félagsins en undirbúningur fyrir aðalfund félagsins stendur nú yfir.  Verið er að leggja lokahönd á reikninga félagsins og er allt útlit fyrir að síðasta rekstrarár sé það albesta í sögu félagsins. 

Einnig er verið að vinna að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðs en til stendur að fjölga um allt að þrjá nýja styrki til félagsmanna.  Er það gert í ljósi góðrar afkomu sjóðsins.

Vinna við úthlutun á orlofshúsum fyrir sumarið nær hámarki í þessum mánuði en að undanförnu hafa streymt inn umsóknir frá félagsmönnum og virðist vera mjög góð ásókn í orlofshús félagsins fyrir komandi sumar.

Undirbúningur er einnig hafin að fullu vegna 1. maí hátíðarhaldanna og allt útlit fyrir að hátíðarhöldin verði með sambærilegu sniði og undanfarin ár, en metþátttaka var í hátíðarhöldunum í fyrra. 

Vinna við fréttablað félagsins mun hefjast á næstu dögum og mun það berast öllum félagsmönnum sem og öllum Akurnesingum rétt fyrir 1. maí .  Verkalýðsfélag Akraness gefur tvö blöð út á ári annars vegar fyrir 1. maí og hins vegar rétt fyrir jól.

Það var núverandi stjórn sem tók þá stefnu að gefa út fréttablað, en það hafði vart þekkst áður í sögu félagsins.  Hægt er að skoða öll fréttablöðin á heimasíðu félagsins en þau eru til vinstri á síðunni undir liðnum Fréttablöð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image